Amaya, Connor og Greg eru að reyna að gera heimsins stærstu eggjaköku... en skyndilega eru öll eggin horfin! Þau geta heldur ekki fundið leikfangabílinn hans Greg, hljóðfæri skólans né skólarútuna... hver stendur á bakvið þetta allt saman? Og eins og þetta sé ekki nóg, stelur einn af skúrkunum röddum hetjanna! En PJ Masks gefast aldrei upp! Catboy, Gekko og Owlette munu sigra Romeo, Luna og Night Ninja með aðstoð kattarbílsins, gekkóbílsins og ugluflaugarinnar. Spenntu á þig beltið og vertu viðbúinn fyrir þriggja mínútna sögur sem henta vel rétt fyrir svefninn.Komdu með Catboy, Gekko og Owlette í ofurhetjuævintýri! Sigldu inn í nóttina í kattarbílnum, uglufauginni eða gekkóbílnum til þess að koma í veg fyrir Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrakkana og öll hin illmennin frá því að taka yfir borgina. Háttatíminn er rétti tíminn til þess að berjast gegn glæpum. Klæddu þig í náttfötin og farðu út í nóttina til þess að bjarga deginum, PJ Masks sýna þér hvernig. Það er tími til þess að vera hetja!
(Tags : PJ Masks - 3 mínútna sögur fyrir svefninn Eone Audiobook, Eone Audio CD )